Um okkur

Eldfast ehf er þjónustufyrirtæki í fremstu röð sem býður viðhald og þjónustu á ofnum, kyndibúnaði og öðrum eldföstum innviðum í framleiðslu iðnfyrirtækja. Við afhendum allt hvað varðar eldföst efni og uppsetningar með áherslu á rekstraröryggi og minni áhættu. Starfsfólk okkar vill ávallt leggja sig fram við að skila sem allra besta verki. Við störfum samkvæmt góðum gildum og siðareglum þannig að viðskiptavinir okkar geta treyst því að við séum besti kosturinn, ekki aðeins hvað varðar verð heldur einnig hvað varðar afhendingu og sjálfbærni. Starfsemin einkennist af áreiðanleika, hlutlægni og hæfni á okkar starfssviði. Með öllu þessu næst sú fagmennska sem setur viðskiptavininn í öndvegi.

Aðsetur okkar er í eigin húsnæði á Ásbrú og einnig erum við með mannaðar starfsstöðvar á Grundartanga og Húsavík.

Fyrirkomulag fyrirtækisins

Eldfast ehf er hluti af fjárfestingafélaginu Igni AS þar sem virkir eigendur annast fjárfestingar sínar með langtímamarkmið og sjálfbærni að leiðarljósi.

Við eigendurnir leggjum áherslu á það sem við kunnum best; það eru hagsmunir okkar.

Kjarnaþættir starfseminnar eru að þróa, framleiða, selja og setja upp hitaþolnar og eldfastar vörur í iðnfyrirtækjum.

Samfélagsleg ábyrgð 

Allt er í heiminum hverfult og öll verðum við að leggja eitthvað jákvætt af mörkum til verðmætasköpunar í þágu framtíðarkynslóða. Eldfast væntir og krefst hæstu viðmiða hvað varðar framkomu, hvort sem um er að ræða starfsfólk, viðskiptavini, birgja eða aðra aðila sem við eigum samskipti við. Við álítum að það sé starfsemi okkar í hag.

Fyrirtækjamenning og gildi

Það er langtímamarkmið að efla fyrirtækjamenningu og mikilvægur þáttur þess að skila góðu verki er að hafa öfluga menningu. Markmiðið er að móta alhliða fyrirtækjamenningu þar sem allir finna sér rými í þeim tilgangi að aðstoða bæði starfsfólk okkar og viðskiptavini í að skila einstökum árangri. Við viljum byggja á hugmyndum annarra og vinna saman svo Eldfast færi viðskiptavinum okkar bestu mögulegu lausnina. Óskir um vöxt og stöðugar endurbætur eru grunnþáttur fyrirtækjamenningar okkar.

Okkar hugsjón og markmið:
Við eigum að vera hinn sjálfsagði fyrsti kostur
og óska samstarfsaðili iðnaðarins í heild sinni.

Við höfum skilgreint grunngildi okkar varfærnislega og með þau í huga höfum við mótað siðareglur þar sem stjórn fyrirtækisins lýsir þeim væntingum og kröfum sem Eldfast gerir til starfsfólks síns, viðskiptavina, birgja, hluthafa og annarra hagsmunaaðila. Siðareglurnar varpa ljósi á þau siðferðislegu gæði sem eiga að einkenna reksturinn, hvernig framkomu við búumst við og hvaða verklag við sættum okkur ekki við.

Mikilvægustu viðmið okkar eru:

  • Áreiðanleiki
  • Hlutlægni
  • Trúnaður
  • Fagleg færni
  • Fagleg framkoma

Siðareglurnar gilda almennt og við þær bætast svo leiðbeiningar, fyrirmæli og önnur stjórnunarskjöl á tilgreindum sviðum.

Markmið okkar um sjálfbærni 

Jafnrétti

Jafnrétti - Þarna þarf iðnaðurinn að bæta sig. Við einsetjum okkur að hafa áhrif hvað það varðar. Við ætlum að vinna að því að draga úr mismunun og að eins sé komið fram við alla, óháð kyni, þannig að allir hafi sömu möguleika til þess að bæta færni sína og þróa starfsferil sinn, auk sömu launa fyrir sömu vinnu.

hrein orka

Við ætlum að nota hreina orku í daglegu lífi og verkefnum okkar að því marki sem mögulegt er. Við ætlum að velja sjálfbærar og umhverfisvænar vörur, t.d. með þeim birgjum sem við veljum.

Minna misrétti

Við ætlum að vinna að því að draga úr félagslegu, pólitísku og efnahagslegu misrétti, burtséð frá kyni, þjóðerni, trúarbrögðum eða uppruna. Við ætlum að vera fyrirtæki þar sem rými er fyrir alla og engin/n verður útundan.

Ábyrg efnisnotkun og framleiðsla

Við leggjum mikla áherslu á að birgjar okkar og efnisnotkun sé sjálfbær. Það tryggjum við meðal annars með fastmótaðri heildarhugmynd okkar um afhendingu með áherslu á uppsetningartækni, efnisval, umbúðir, flutning og rétta meðferð úrgangs.

Samstarfsaðilar

Viðskiptavinir okkar og birgjar eru okkur afar mikilvægir.
Við erum stolt að fá að starfa með fyrirtækjum á borð við: