Þjónusta

Við höfum marga viðskiptavini og þarfir þeirra ráðast af starfsemi og framleiðsluaðferðum sem eru mjög breytilegar. Við ráðum yfir bæði starfsliði og búnaði til að bjóða fjölbreytta viðbótarþjónustu í beinu framhaldi af hefðbundinni starfsemi okkar varðandi eldtraustan búnað.

Skoðanir

Við skoðum tækjabúnað þinn og leggjum fram skriflega skýrslu um álit okkar á ástandi hans. Við gefum þér góð ráð og tillögur okkar um hvernig best sé að tryggja áframhaldandi öruggan rekstur. Þú færð auk þess í hendur verðtilboð fyrir framkvæmd verksins og áætlun um verktíma.

uppsetning á eldföstum efnum

Við nýtum okkur eftirfarandi tækni og aðferðir:

  • Múrun
  • Sprautun
  • Lagning á ofnmassa
  • Steypuvinna
  • Trefjalagnir
  • Uppsetningarvinna af ýmsu tagi

Starfsmenn okkar eru einnig þjálfaðir í heitri vinnu, akstri lyftara, kranavinnu, uppsetningu á vinnupöllum, mótauppslætti omfl.

Forsmíði

Forsteyptar einingar búa yfir mörgum kostum og geta tryggt skilvirkni við viðgerðir og þegar skipta þarf um hluta kerfis. Hægt er að framleiða hluti, allt frá nokkurra gramma þungum til margra tonna.

Við höfum mikla þekkingu og áralanga reynslu af forsmíði. Framleiðslan á sér stað á okkar eigin verkstæði eða hjá þeim birgjum sem við höfum umboð fyrir. Hafðu samband ef þú ert með hugmyndir eða vilt bara ræða möguleika.

Tækniteiknun

Við verðum að hafa teikningar og góðan grunn til þess að geta skilað fyrsta flokks uppsetningum. Eldfast notar teikniforritið Inventor og getur unnið þrívíddarteikningar fyrir öll verkefni.

Teiknarar okkar vinna náið með verkefnisstjórum og vinna með þeim góðar vinnuteikningar, auk þess að skjalfesta unnið verk.

Sandblástur

Sandblástur er aðferð til að vinna ákveðinn yfirborðsflöt. Svarfögnum er blásið af mjög miklum krafti um túðu sem beint er á flötin sem á að hreinsa. Þannig yfirborðsmeðferð skilar hreinu en nokkuð grófara yfirborði. Að sandblæstri loknum er yfirborðið að jafnaði tilbúið fyrir meðferð með nýju eldföstu efni, húðun, málningu, suðu o.s.frv.

Eldfast á sandblástursvélar, færanlegar loftpressur og mætir á verkstað með allan búnað. Við höfum einnig búnað til sandblásturs í reykrörum til viðbótar hefðbundnum sandblæstri.

Þurrísblástur

- Skilvirk og umhverfisvæn hreinsunaraðferð.

Þurrísblástur er byltingarkennd hreinsunar- og blástursaðferð þar sem notaður er mjúkur þurrís í laginu eins og hrísgrjón í stað hefðbundinna blástursefna eins og sands, vatns og kemískra efna. Mjög áhrifaríkt til iðnaðarhreinsunar á vélum, framleiðslutækjum, iðnaðarhúsnæði, rafmagnsíhlutum og fleira.

Þurrís fjarlægir olíu, fitu, botnfall, yfirborðsryð, brennt ryk, málningu, lakk, lím, húðun í mót, mosa, gróður og önnur aðskotaefni. Þurrísblástur hefur verið notaður við að fjarlægja myglusvepp úr húsum.

Ferlið skilur ekki eftir sig aukaúrgang eins og vatn eða sand eins sandblástur og háþrýstiþvottur gerir.

Eldfast framkvæmir þurrísblástur með fyrsta flokks búnaði frá markaðsleiðtoganum Cold Jet. Vélarnar þeirra eru mjög öflugar og áreiðanlegar, nota minna loft og þurrís en aðrar þurrísvélar á markaðnum í dag.


Lesa meira >

Þrif og viðhald katla

Viðhald og þrif á katlinum er mikilvægt til að ná fullum afköstum úr kerfinu. Gömul þumalputtaregla hefur verið; 1 mm af sóti/húð dregur úr áhrifum um 10%.

Það er því mikill efnahagslegur og umhverfislegur ávinningur af reglulegri hreinsun ketils á hverjum stað.
Réttur búnaður er mikilvægur fyrir góðan árangur. Við erum með sóptæki, bursta, sótskiljur/iðnaðarryksugu og úrval af sópburstum og verkfærum. Hjá okkur getur þú valið hvort þú vilt kaupa tækin eða fá okkur til að vinna verkið.