Kyndikerfið er hjarta fyrirtækisins

Forsenda þess að geta viðhaldið öryggi í framleiðslu og rekstri er að halda öllum búnaði rétt við.

Framleitt af TUM Studio:

Kyndikerfið er sjálft hjartað í mörgum fyrirtækjum, hvort sem þar er um ofn eða ketil að ræða. Orkan sem þaðan kemur er forsenda þess að geta viðhaldið nauðsynlegum starfsferlum, framleiðslu afurða og upphitun húsnæðis. Þess vegna skiptir góð eftirfylgni og viðhald kyndikerfisins öllu máli fyrir öryggi í framleiðslu og rekstri.

- Mjög algengt er að iðnfyrirtæki hafi sín eigin kyndikerfi og í ljósi hækkana á rafmagnsverði borga fjarhitakerfi sig sífellt betur. Þetta segir Dag Strisland, meðeigandi og ÖHU-gæðastjóri hjá Eldfast. Hann leggur áherslu á að rétt eftirfylgni og viðhald sé fyrirtækinu bráðnauðsynleg. - Mikilvægasta hlutverk kyndikerfa er að tryggja örugga framleiðslu afurða og upphitun húsnæðis. Þau gegna lykilhlutverki í öruggri framleiðslu og rekstri, fullyrðir hann.

Með tímanum veldur mikið hita- og aflfræðilegt álag því að eldtraust múrverk, trefjapakkningar og bindingar í ofnum slitna. Sé múrverkið í iðnaðarkyndingu farið að gefa sig, getur það valdið ofhitnun á stálgrindum og tjóni á búnaði.- Fari allt á versta veg þýðir það stórskemmdir og rekstrarstöðvun. Þurfi sögunarmylla til dæmis að skipta um kyndiketil er kostnaður við það fljótur að fara í 60-70 milljónir og jafnvel meira. Og sú tala á eingöngu við um ketilinn sjálfan, til viðbótar kemur svo kostnaður vegna stöðvunar framleiðslu. Það þarf ekki að fara um það mörgum orðum að ófyrirséður kostnaður af þessari stærðargráðu getur rústað fyrirtæki.

Gallaðar ofnaristar geta stöðvað aðfærslu eldiviðar. Sú stöðvun leiðir til þess að eldiviðurinn hrúgast upp og slær jafnvel til baka en það getur valdið hættuástandi með alvarlegum afleiðingum. - Ófullnægjandi hreinlæti og viðhald getur einnig valdið ryksprengingu sem mögulega gæti kostað mannslíf. Vandamálið kemur fram ef það kviknar í miklu magni af ryki. Það fylgir því líka hætta ef reykrör í katli stíflast af ösku og sóti. - Séu reykrör stífluð eða með miklu sóti eykst eldsneytisnotkun en nýting þess minnkar, sama hvort um lífrænt eldsneyti, olíu eða gas að ræða.

(Greinin heldur áfram fyrir neðan myndina)

Ljósmynd: Dag Strisland, byggingaverkfræðingur og meðeigandi í Eldfast ehf.

 

Best er að vinna til lengri tíma litið með hæfum samstarfsaðila.

Eldfast er með viðhald kyndibúnaðar að sérsviði og geta boðið allt sem þörf er fyrir á sviði eldfastra efna og uppsetninga. Fyrirtækið hefur einnig á lager allan nauðsynlegan búnað til að þrífa reykrör, þar með talin sóptæki, snúningsbursta og möguleika á háþrýstiskolun röra með allt að 3.000 bara þrýstingi.

- Sé þrifum vel fylgt eftir tryggir það öryggi í rekstri og stuðlar að bættri orkunýtingu og lengri uppitíma. Strisland leggur áherslu á að þetta séu gagnlegar aðgerðir, bæði hvað ÖHU og fjárhaginn varðar.

Að jafnaði bera viðhaldsfulltrúar viðkomandi fyrirtækis ábyrgð á öllum viðhaldsmálum.-Þeir kunna að meta þá færni sem við búum að og geta unnið með okkur til lengri tíma litið til að tryggja rétt viðhald og eftirfylgni. Þeir ráða gjarnan ekki yfir sömu færni á okkar sviði og reiða sig því oft á okkar reynslu og þekkingu. Í huga þeirra er ekki aðalatriðið hvaða efni eru notuð heldur að við tryggjum sem best rekstraröryggi. Þess vegna er breitt vöruúrval Eldfast svo mikilvægt. Við getum tekið að okkur flesta þætti viðhalds fyrir eigendur kerfanna svo þeir þurfi ekki að leita til margra þjónustuaðila.

Þannig styrkist bæði samstarfið og breiddin eykst í þeim þjónustuþáttum sem við bjóðum.

Eldfast er ISO-vottað fyrirtæki sem er tilbúið að leysa flókin verkefni á skilríkan og öruggan hátt.

- Starfslið okkar, verkefnisstjórar og verkstjórar búa að mikilli reynslu og færni, auk þess sem við ráðum yfir umfangsmiklum lager og viðbúnaði svo allt sé til reiðu ef eitthvað kemur upp á hjá einhverjum viðskiptavina okkar.

Dag Strisland lýkur máli sínu með því að segja að samstarfssamningur við fyrirtækið um viðhald og eftirfylgni tryggi viðskiptavininum mikinn fyrirsjáanleika.