Eldfast leggur aðaláherslu á ÖHU. Það skiptir engu hvort samskipti okkar séu á byggingarstað eða skrifstofu, grunnreglan er „ÖHU fyrst, síðan rekstur og fjármál“. Öll stjórnun á sér rót í ÖHU- og gæðastefnu okkar.
ISO-staðlar um gæða- og umhverfisstjórnunarkerfi ráða öllum ákvarðana- og verkferlum okkar: ISO 9001:2015, ISO 14001:2015 og ISO 45001:2018 og stefnumörkun okkar nær til allra þátta í ÖHU með áherslu á hagsmuni viðskiptavina.
Við vinnum stöðugt að því að bæta ÖHU- og gæðastarf okkar með það fyrir augum að koma í veg fyrir neikvæð umhverfisáhrif. Þetta á jafnt við um framkvæmd verkefna okkar eða daglegan rekstur. Markmið okkar eru að engin mistök séu gerð, að engin/n slasist, að ekkert tjón sé unnið á umhverfinu og að öll verk séu rétt unnin strax í fyrstu umferð. Forvarnarstarfið byggist á því að skrá öll frávik í sérstakt frávikakerfi sem sérhannað er fyrir starfsemi okkar. Á öllum innanhússfundum okkar og við endurskoðanir eru ÖHU og Gæði til umfjöllunar.
Við einsetjum okkur að vera í fremstu röð hvað varðar öryggi, heilsu og umhverfi (ÖHU) á starfssviði okkar og vinna öll verk samkvæmt því.
Við leggjum áherslu á eftirfarandi:
Við leggjum áherslu á að starfsfólk okkar sé á öruggum vinnustað þar sem áhersla er lögð á að forðast heilsutjón og vinnuslys. Allt starfsfólk Eldfast á að finna til mikilvægis síns og vera ánægt með verkefni sín í starfsumhverfi þar sem öllum er vel tekið. Mikilvægasta forsendan fyrir öruggum og góðum vinnustað er áberandi og ótvíræð ÖHU-forysta og áhugasamt starfsfólk. Það er einnig mjög mikilvægt að hver og einn geti látið til sín taka og aukið færni sína.
Verkfæri, búnaður og tækni sem notuð eru geta gert það að verkum að starfsfólk þurfi að vinna við hávaða, hita, titring og ryk. Þess vegna er mikilvægt að allir viti ekki bara hvernig vinna skal verkið heldur líka þekkja þann öryggis- og hlífðarbúnað sem nota skal og hvaða áhættuþættir geta verið til staðar. Allir verkefnastjórar okkar og starfsfólk hafa lokið tilskyldum öryggisnámskeiðum og þjálfun. Þannig tryggjum við líka öryggi viðskiptavina okkar.
Gæði og gæðastjórnun
Gæðastjórnunarkerfi Eldfast er órjúfanlegur þáttur starfsemi okkar, „Framleiðsla, afhending og uppsetning eldfastra efna“, og þannig viljum við tryggja stöðugt bætt verkferli. Þáttur í þeirri stefnu er að horfa á gæði og umhverfi sameiginlega því það er afgerandi þáttur í vel heppnuðu verki. Gæðastjórnunarkerfið varðar okkur öll og öllum ber skylda til þess að fara eftir og bæta daglega starfsemi okkar eins og kerfið á að lýsa. Okkur ber einnig að taka við og festa í sessi hugmyndir, tillögur og frávik frá viðskiptavinum, birgjum, samstarfsaðilum og auk þess öllum viðeigandi kröfum yfirvalda þannig að öll starfsemi okkar standi styrkum fótum.
Það sem við afhendum á að uppfylla væntingar viðskiptavina. Það mælum við með eftirfylgni við viðskiptavini eftir að þeir hafa fengið pantanir sínar afgreiddar. Verði okkur á mistök ber að bæta úr þeim á sem bestan hátt og við verðum að læra kerfisbundið af mistökum okkar. Viðskiptavinurinn þarf að vita hvað hann fær - alltaf.
Við krefjumst þess að allir birgjar okkar undirriti siðareglur fyrirtækis okkar til að tryggja að þeir séu með fullnægjandi ÖHU-kerfi og stefnumörkun. Við höfum einnig eftirlit með öllum öryggisgagnablöðum og innihaldi kemískra efna. Við tryggjum mikla áherslu á bætt ÖHU gagnvart notendum með því að velja birgja sem í sífellu þróa og bæta afurðir sínar.
Markmið okkar
Við viljum vera í fararbroddi hvað varðar öryggi, heilsu og umhverfi (ÖHU) á starfssviði okkar og vinna öll verk af mesta mögulega öryggi og gæðum. Markmiðið er Eldfast án slysa og óhappa með ánægða viðskiptavini og starfsfólk.
Aðgerðir okkar:
ISO 9001
Eldfast ehf. er vottað uppfyllir kröfur ISO 9001:2015. Stjórnunarkerfið nær til afhendingar og uppsetningar eldfastra efna. Til grundvallar því liggur fastmótuð heildarhugmynd okkar um afhendingu sem notuð er við framkvæmd samninga. Við höfum til viðbótar við fyrirmæli varðandi hvert verk fyrir sig, stöðluð sniðmát sem gilda um framkvæmd allra okkar verka. Allt starfsfólk fyrirtækisins þekkir og hefur hlotið þjálfun í heildarhugmynd okkar um afhendingu. Eldfast er með sína eigin gæðahandbók.
ISO 14001
Þessum staðli er ætlað að vera alhliða umhverfisvottun sem nýtist okkur við að lágmarka neikvæð áhrif á umhverfið. Eldfast ehf er vottað og uppfyllir kröfur ISO 14001:2015. Stjórnunarkerfið nær til afhendingar og uppsetningar eldfastra efna.
ISO 45001
Eldfast ehf er vottað og uppfyllir kröfur ISO 45001:2018. Í staðlinum eru gerðar kröfur um fyrirkomulag starfsumhverfis og hvernig bæta skal og mæla starfsumhverfi okkar. Stjórnunarkerfið nær til afhendingar og uppsetningar eldfastra efna.
Eco-lighthouse (Umhverfisvitinn)
Eldfast hefur ávallt starfað eftir stöðlum Eco-lighthouse. Norsk umhverfisvottun sem Stiftelsen Miljøfyrtårn annast. Stofnunin var sett á laggirnar árið 2003 af helstu samtökum norsks atvinnulífs og opinberum stjórnsýsluyfirvöldum.
2024 Fyrirmyndarfyrirtæki
Eldfast er á meðal 2,3% íslenskra fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði Keldunnar og Viðskiptablaðsins til þess að hljóta viðurkenningu sem „ Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri” árið 2024. Viðurkenningin er gefin út árlega til heiðurs fyrirtækja með sterkan rekstur.
Við erum afar stolt af okkar fólki sem gerir þetta mögulegt.
Umhverfi
Þau verk sem við vinnum í greininni hafa umtalsverð áhrif á umhverfið með bættri orkunýtingu, minni losun og lengri líftíma mannvirkja og það hefur þjóðhagfræðileg áhrif. Það er jafnframt mikilvægt fyrir Eldfast að geta bent á að við vinnum kerfisbundið að því að draga úr umhverfisáhrifum okkar. Staðlar Miljøfyrtårn-vottuninar eru mikilvægur þáttur þess starfs. Vottunin gerir ákveðnar kröfur sem uppfylla þarf á sviði starfsumhverfis, úrgangs/endurnýtingar, orku, innkaupa og flutninga. Við leggjum árlega fram tölur um starfsemi okkar sem skila loftslagsbókhaldi, niðurstöðum og tölfræðilegum upplýsingum. Þessar upplýsingar gefa gott yfirlit yfir framfarir og möguleika á úrbótum og þær eru aðgengilegar öllum.
Samstarfsaðilum okkar og öðrum hagsmunaaðilum er boðið að gefa álit sitt á því hvernig hægt sé að draga úr áhrifum þjónustu okkar á loftslag og umhverfi.