SÉRHÆFÐIR Í ELDFÖSTUM EFNUM

- Við tryggjum framleiðslu iðnfyrirtækja með þjónustu og viðhaldi mikilvægra þjónustuþátta. Starfsfærni okkar og sveigjanleiki tryggja góðar lausnir, bæði við uppsetningu kerfa og viðhaldi þeirra í rekstri. Samstarf við okkur tryggir þínum rekstri lágmarks stopptíma.

Hvað gerum við?


Eldfast annast viðhald og þjónustu á ofnum, kyndibúnaði og eldföstum innviðum í framleiðslu iðnfyrirtækja. Við erum með mjög fjölbreyttan lager og getum afhent eldföst og einangrandi efni af öllu tagi, festikerfi og mikið úrval sérvarnings fyrir allan iðnað.
 
Vöru- og þjónustusvið okkar:

Eldfast ehf

Sjálfstætt einkahlutafélag með virka eigendur sem búa að viðamikilli reynslu og þekkingu í eldföstum iðnaði.

Við leggjum okkur fram við að ráða hverju sinni yfir bestu mögulegu starfshæfni á þeim sviðum sem við vinnum á.

Hjá Eldfast vinnur fólk sem keppist við að leggja sig ávallt fram í starfi.

Við störfum samkvæmt góðum gildum og siðareglum.

Viðskiptavinir okkar geta treyst því að við séum besti kosturinn, ekki aðeins hvað varðar verð heldur einnig afhendingu og sjálfbærni.

Aðsetur okkar er í eigin húsnæði á Ásbrú og einnig erum við með starfsstöðvar á Grundartanga og Húsavík. 

ISO-vottað

Eldfast er vottað í samræmi við ISO 9001:2015,
ISO 14001:2015 og ISO 45001:2018. Stjórnunar- og gæðakerfi okkar er aðlagað og hannað að grunnstarfsemi okkar sem er að afhenda og setja upp eldföst efni.

Við tökum þátt í grænu umskiptunum

Framundan eru miklar breytingar á viðhorfum okkar gagnvart umhverfinu. Eldfast vill leggja sitt af mörkum þar og hefur frá stofnun starfað eftir stöðlum frá hinu þekkta umhverfismerki Eco-Lighthouse scheme (Miljøfyrtårn).

Efst á baugi

Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2024

Viðurkenningin er gefin út árlega til heiðurs fyrirtækja með sterkan rekstur.

Nýjar vefsíður

Við erum stolt af því að geta loksins farið í loftið með nýju vefsíðuna okkar. Góð uppfærsla bæði hvað varðar hönnun og innihald.

Kyndikerfið er hjarta fyrirtækisins

Rétt viðhald er forsenda þess að viðhalda öruggri framleiðslu og rekstri.

Samfélagsleg ábyrgð 

Allt er í heiminum hverfult og öll verðum við að leggja eitthvað jákvætt af mörkum til verðmætasköpunar í þágu framtíðarkynslóða. Eldfast væntir og krefst hæstu viðmiða hvað varðar framkomu, hvort sem um er að ræða starfsfólk, viðskiptavini, birgja eða aðra aðila sem við eigum samskipti við. Við álítum að það sé starfsemi okkar í hag.

Markmið okkar um sjálfbærni 

Jafnrétti

Jafnrétti - Þarna þarf iðnaðurinn að bæta sig. Við einsetjum okkur að hafa áhrif hvað það varðar. Við ætlum að vinna að því að draga úr mismunun og að eins sé komið fram við alla, óháð kyni, þannig að allir hafi sömu möguleika til þess að bæta færni sína og þróa starfsferil sinn, auk sömu launa fyrir sömu vinnu.

hrein orka

Við ætlum að nota hreina orku í daglegu lífi og verkefnum okkar að því marki sem mögulegt er. Við ætlum að velja sjálfbærar og umhverfisvænar vörur, t.d. með þeim birgjum sem við veljum.

Minna misrétti

Við ætlum að vinna að því að draga úr félagslegu, pólitísku og efnahagslegu misrétti, burtséð frá kyni, þjóðerni, trúarbrögðum eða uppruna. Við ætlum að vera fyrirtæki þar sem rými er fyrir alla og engin/n verður útundan.

Ábyrg efnisnotkun og framleiðsla

Við leggjum mikla áherslu á að birgjar okkar og efnisnotkun sé sjálfbær. Það tryggjum við meðal annars með fastmótaðri heildarhugmynd okkar um afhendingu með áherslu á uppsetningartækni, efnisval, umbúðir, flutning og rétta meðferð úrgangs.