Vörur og þjónusta
ELDFAST ehf er þjónustu- og stuðnings fyrirtæki sem býður alhliða sveigjanlega þjónustu fyrir bæði nýsmíði og þegar kemur að bráðaviðgerðum. ELDFAST ehf er með allar helstu vörur í eldföstum efnum. Einnig erum við með mikið úrval af sérhæfðum vörum fyrir öll fyrirtæki í iðnaði.
Eldfastar fóðringar
Starfsfólk bæði tæknilegir ráðgjafar og iðnaðarmenn eru með mikla reynslu og sérhæfingu þegar kemur að:
• Áliðnaði
• Járniðnaði
• Sjávarútvegi.
• Sorpiðnaði
• Olíuiðnaði
Hefðbundnar fóðringar með eldföstum sementsbundnum efnum er stór þáttur í okkar verkferlum,
Við notum meðal annars eftirfarandi aðferðir:
• Hleðslu múrsteina
• Sprautun (Þurrsprautun og Spraycast)
• Stimpilsteypu
• Mótasteypu.
• Fíber uppsetningar
• Annað (t.d. keramík plötur og flísar)
Iðnaðarmennirnir okkar hafa öll réttindi sem þarf til að þjónusta stóriðjuna og annan iðnað.
• Áliðnaði
• Járniðnaði
• Sjávarútvegi.
• Sorpiðnaði
• Olíuiðnaði
Við gerum skoðanir á vinnslubúnaði ykkar og gerum svo ítarlega skýrslu þar sem við gefum okkar álit á ástand búnaðarins. Þar að auki veitum við ykkur ráðgjöf varðandi viðhaldsþörf til að tryggja rekstraöryggi.
Forsteyptar einingar
Forsteyptar einingar hafa marga kosti og geta komið sér vel í viðgerðir af ýmsum toga. Við útvegum einingar frá nokkrum grömmum uppí nokkur tonn.
Hafðu endilega samband ef þú ert með fyrirspurninir.
Hreinsun á rörum og kötlum
Viðhald og þrif á kötlum er mjög mikilvægt til að tryggja góð afköst. Gömul þumalputtaregla er að 1 mm af sót mun minnka afköst ketilsins um meir en 10%.
Ef þetta er rétt, og við höfum alla trú að svo er, þá er til mikils að vinna við regluleg þrif.
Réttur búnaður er nauðsynlegur fyrir góð þrif. Við erum með fyrsta flokks verkfæri til þrifa ásamt mikið úrval af burstum o.þ.h